42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. maí 2016 kl. 09:00
Opinn fundur


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:25
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Frosti Sigurjónsson (FSigurj) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00

Helgi Hjörvar boðaði forföll. Óttarr Proppé mætti fyrir Brynhildi Pétursdóttur kl. 09:00 en vék af fundi þegar Brynhildur Pétursdóttir mætti á fundinn kl. 09:25.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 09:00
Á fundinn komu Harpa Jónsdóttir og Gerður Ísberg frá Seðlabankanum, Ragnar Hafliðason, Björk Sigurgísladóttir og Guðmundur Jónsson frá Fjármálaeftirlitinu, Gunnar Haraldsson fyrrv. stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Guðlaugur Þ. Þórðarson fyrrv. settur fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fyrrv. fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon fyrrv. efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni M. Mathiesen fyrrv. fjármálaráðherra ræddi við nefndina í síma.

Umfjöllunarefni fundarins var einkum Sparisjóðurinn í Keflavik, síðar Spkef sparisjóður og ákvarðanir stjórnvalda tengdar honum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55

Upptaka af fundinum